Eshop
Sértækir skilmálar verslunar

 

Almennir skilmálar eshop.is: 
Þegar viðskipti eiga sér stað á heimasíðu eshop.is gilda eftirfarandi almennir skilmálar:
Eshop.is er leggur mikið upp úr öryggi viðskiptavina sinna.
Notast er við fullkomnustu greiðslugáttir í samvinnu við Valiator til þess að tryggja öryggi kortanúmera þegar verslað er á eshop.is.
Um leið og viðskiptavinur hefur sett vörunar í körfuna og smellir á “ganga frá pöntun” fer hann inn í læst og dulkóðað umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin þ.m.t. kortanúmerið eru dulkóðuð. 
Sá sem verslar í þessu umhverfi getur verið öruggur um að upplýsingar sem hann skráir eru ekki aðgengilegar fyrir utanaðkomandi aðilum. 
Öll samskipti milli viðskiptavinar og vefverslana eshop.is fara fram dulkóðuð á sama hátt og dulkóðanir netbankanna hér á Íslandi og víðar.
Xodus ehf, sem á og rekur eshop.is hefur hlotið PCI vottun sem gefur fyrirtækinu leyfi til að meðhöndla kortaupplýsingar.
Rekstaraðilar verslana innan eshop.is munu gera allt í sínu valdi til þess að viðhalda réttum verðum í netverslunum sínum. 
Þó gæti komið upp þær aðstæður að innsláttarvillur eða annað eigi sér stað og áskilja rekstaraðilar verlsana sér rétt til að endurgreiða vöru að fullu sé um prentmistök að ræða í netverslunum eshop.is.
Öll verð eru með vsk.
Allir rekstraraðilar verslana innan eshop.is hafa samþykkt skilmála þessa og munu leitast við að halda þeim í heiðri. 
Xodus ehf og eshop.is bera enga ábyrgð á seldum vörum eða þjónustu frá rekstraraðilum verslana innan eshop.is kerfisins. 
Greiðslumöguleikar:
Hægt er að greiða fyrir vörur með greiðslukortum, Mastercard og VISA í flestum netverslunum eshop.is, einnig er möguleiki á millifærslum og staðgreiðslu, vinsamlegast skoðið sértæka skilmála verslana.
Höfundarréttur:
Eshop.is er rétthafi af öllu því efni sem birt er í netverslunum eshop.is.  
Erlend vörumerki í verslunum eru í eigu viðkomandi erlends aðila. 
Vörumerki eshop.is er í eigu Xodus ehf.
Frekari upplýsingar um skilmála sem og fyrirspurnir um rekstraraðila skal senda á upplysingar(hjá)eshop.is.
Rekstraraðili og eigandi eshop.is kerfisins er:
Xodus ehf.
Skútahraun 2
220 Hafnarfjörður
Kt. 590603-2360

Sölu og vipskiptasamningar Frístundahús ehf:

 Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vörum og/eða þjónustu hjá Frístundahús ehf. Þar sem skilmálum þessum sleppir gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 eða eftir atvikum lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Vara og þjónusta fellur undir þessa skilmála eftir að Frístundahús ehf  hefur fallist á pöntun viðskiptamanns með því að staðfesta hana með samningi eða öðrum formlegum hætti, afhenda kaupanda vöru eða inna af hendi.

Frístundahús ehf. er heimilt að stöðva afhendingu ef samið er um hana í áföngum, hafi greiðsla ekki borist vegna fyrri afhendinga. Stöðvun afhendingar er heimil fram að þeim tíma sem gjaldfallnar greiðslur hafa verið inntar af hendi eða lagðar fram fullnægjandi tryggingar fyrir þeim. Þegar samið hefur verið um að vara skuli afhent í áföngum og greiðsla hefur ekki borist vegna fyrri afhendinga stöðvast frekari afhendingar af hálfu seljanda þar til trygging fyrir greiðslu hefur verið innt af hendi. Sama gildir ef samið hefur verið um innborganir vegna vörukaupa og kaupandi stendur ekki við samkomulag þar að lútandi. Seljandi tekur ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem kaupandi kann að verða fyrir vegna tafa á afhendingu sbr. ofangr.

II. Söluveð. Kaupandi veitir seljanda söluveð í hinu keypta, sbr. lög nr. 75/1997 um samningsveð. Veðrétturinn nær til allra þeirra hluta sem greindir eru á reikningi. Veðið er til tryggingar kröfu til alls endurgjalds sem greint er á reikningnum, ásamt vöxtum og kostnaði. Sé greitt með, skuldabréfum eða tryggingarbréfi helst söluveðið þar til skuld samkvæmt slíku skjali er greidd.

Hluti þá sem veðsettir eru má kaupandi ekki selja, veðsetja frekar, breyta eða skeyta við aðra hluti þannig að hætta sé á að söluveðið glatist án skriflegs samþykkis seljanda.

Ef vanskil verða á greiðslu þeirra krafna sem veðrétturinn nær til, getur seljandi leitað fullnustu kröfu sinnar með því að krefjast nauðungarsölu á veðandlaginu, án undangengins dóms eða aðfarar, eða rifta söluveðsetningunni og krefjast afhendingar hins veðsetta.

III.Afhending. Afhending vöru fer fram eftir að kaupandi hefur gert full skil á greiðslu á starfsstöð seljanda á umsömdum tíma eða greitt með kreditkorti eða innlögn greiðslu á bankareikning seljanda, nema um annað sé sérstaklega samið.

IIII.Sending. Kaupandi ber ávallt allan kostnað af sendingu vöru nema um annað sé sérstaklega samið.

Ef seljandi sendir vöruna til kaupanda án sendingarkostnaðar ber kaupandinn alla ábyrgð á vörunni eftir að hún fer úr hendi seljanda með pósti, flutningabílum eða öðrum hætti.

V.Áhættuskipti. Kaupandi ber ábyrgð á vöru frá því tímamarki sem hún er honum afhent eða hún er afhent flytjanda ef um sendingu er að ræða, nema um annað sé sérstaklega samið.

VI.Afhendingardráttur. Verði dráttur á afhendingu vörunnar til kaupanda vegna aðstæðna sem seljandi fær ekki við ráðið (force majeure) ber seljandi ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem verða kann vegna afhendingardráttarins. Hið sama á við verði afhendingardráttur á vöru vegna þess að hún kemur seint eða gölluð frá erlendum birgjum. 

VII.Vöruskil. Vöru er einungis hægt að skila ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:  

1. Varan er í sama ástandi og við afhendingu og án sjáanlegra skemmda. 

2. Að ekki sé rofið innsigli á vörunni og henni sé skilað innan 5 daga frá afhendingu vörunnar.  

3. Ekki er hægt að skila sérpantaðri vöru. 

4. Varan er sannanlega gölluð og ekki hægt að gera við hana. 

5. Skriflegar athugasemdir um galla verða að koma fram innan 2 daga frá afhendingu vörunnar.

Við vöruskil fær kaupandi inneignarnótu frá seljanda fyrir andvirði vörunnar að því gefnu að framangreind skilyrði séu öll uppfyllt. Kostnaður af vöruskilum vegna atvika er varða kaupanda er dreginn frá inneignarfjárhæðinni. Ekki kemur til endurgreiðslu af hálfu seljanda við vöruskil. Seljandi leggur áherslu á að vara sé skoðuð þegar við móttöku.

VIII.Afpöntun. Kaupanda er óheimilt að afpanta vöru ef um sérpöntun er að ræða.

VIIII.Ábyrgð og ábyrgðartakmarkanir. Ábyrgðartími telst frá dagsetningu reiknings eða frá dagsetningu afhendingartíma, ef sá tími er sannanlega fyrir útgáfu reiknings.  Sé um neytendakaup að ræða gilda reglur laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 um ábyrgðartíma vegna galla. Sé um kaup vegna atvinnustarfsemi að ræða er ábyrgðartími 12 mánuðir. Ábyrgð seljanda verður ekki virk nema með afhendingu ábyrgðarskírteinis (reiknings). Ábyrgð gildir ekki ef varan hefur verið seld af kaupanda til þriðja aðila. Ábyrgðin fellur úr gildi ef ekki hefur verið farið að fyrirmælum framleiðandans varðandi öryggismál, uppsetningu og stýrt viðhald, sbr. leiðbeiningar í handbók.  Ábyrgð gildir ekki vegna tæringar á búnaði, eðlilegs slits, skemmda af völdum veðurs eða annarra utanaðkomandi ástæðna sem seljanda verður ekki kennt um.Ekki er hægt að skila rafmagnsvörum sem hafa verið notaðar og ganga fyrir rafhlöðum, hleðslutæki og straumbreytar. Þar sem auðvelt er að skemma tæki sem ganga fyrir rafhlöðum ef rangar rafhlöður eru notaðar, einnig straumbreyta sem verða fyrir of miklu álagi og hleðslutæki sem fá ekki réttan straum. Á þessum vörum er þriggja mánaða ábyrgð. Ef í ljós kemur á ábyrgðartíma að vara sé haldin framleiðslu- og/eða efnisgalla, hefur seljandi heimild til að bæta á eigin kostnað úr gallanum með öflun varahluta og/eða viðgerð.     Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á kostnaði við að flytja vöru til viðgerðar.

Kaupandi á engar kröfur á hendur seljanda vegna eiginleika hins keypta sem honum var eða mátti vera kunnugt um fyrir og við kaupin.

Seljandi ber enga ábyrgð á óbeinu tjóni sem kann að hljótast af notkun á vörunni. Eigi bilun, skemmdir eða eftir atvikum eyðilegging á vöru rætur að rekja til rangrar og/eða slæmrar meðferðar kaupanda (eða aðila sem hann ber ábyrgð á) ber kaupandi ábyrgð á greiðslu viðgerðarkostnaðar. Ábyrgð fellur niður ef verksmiðju- eða raðnúmer hefur verið fjarlægt af vörunni. 

Seljandi ber enga ábyrgð á afleiddu tjóni vegna galla eða bilunar vöru á ábyrgðartímanum. Þá ber seljandi ekki ábyrgð á afleiddu tjóni sem verða kann af við notkun vörunnar.

Seljandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða öðrum atvikum sem rakin verða til kaupanda (eða til aðila sem hann ber ábyrgð á).      

Seljandi ber ekki ábyrgð á eftir að breytingar, viðbætur, aukahlutir sem eru ekki frá framleiðanda,  viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur átt sér stað án aðkomu starfsmanna seljanda.  Ef seld eru notuð tæki fylgir þeim ekki ábyrgð nema um slíkt sé sérstaklega samið skriflega. Seljandi undanþiggur sig að öðru leyti ábyrgð á seldum vörum að því marki sem lög heimila.

Að öðru leyti en því sem að ofan greinir undanþiggur seljandi sig ábyrgð á seldum vörum að því marki sem lög heimila.

X.Skaðsemisábyrgð. Um skaðsemisábyrgð fer eftir lögum nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Seljandi undanþiggur sig ábyrgð af slíku tjóni að því marki sem þau lög leyfa.

XI.Brottfall ábyrgðar. Seljandi ber enga ábyrgð á óbeinu tjóni sem kann að hljótast af notkun á vörunni. Eigi bilun, skemmdir eða eftir atvikum eyðilegging á vöru rætur að rekja til rangrar og/eða slæmrar meðferðar kaupanda (eða aðila sem hann ber ábyrgð á) ber kaupandi ábyrgð á greiðslu viðgerðarkostnaðar.

XII.Ábyrgðarskírteini.  Reikningurinn gildir sem ábyrgðarskírteini enda kemur raðnúmer búnaðar þar fram. Sé um að ræða neytendakaup í skilningi laga nr. 48/2003 ganga ákvæði þeirra laga framar viðskiptaskilmálum þessum ef þau stangast á.  Öll verð og vörulýsing eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Frístundahús ehf. sér allan  rétt til verðbreytinga og leiðréttingu vörulýsingar án fyrirvara.







Almennir skilmálar eshop.is: 

Þegar viðskipti eiga sér stað á heimasíðu eshop.is gilda eftirfarandi almennir skilmálar:

Eshop.is er leggur mikið upp úr öryggi viðskiptavina sinna.
Notast er við fullkomnustu greiðslugáttir í samvinnu við Valiator til þess að tryggja öryggi kortanúmera þegar verslað er á eshop.is.

Um leið og viðskiptavinur hefur sett vörunar í körfuna og smellir á “ganga frá pöntun” fer hann inn í læst og dulkóðað umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin þ.m.t. kortanúmerið eru dulkóðuð.
Sá sem verslar í þessu umhverfi getur verið öruggur um að upplýsingar sem hann skráir eru ekki aðgengilegar fyrir utanaðkomandi aðilum.
Öll samskipti milli viðskiptavinar og vefverslana eshop.is fara fram dulkóðuð á sama hátt og dulkóðanir netbankanna hér á Íslandi og víðar.

Xodus ehf, sem á og rekur eshop.is hefur hlotið PCI vottun sem gefur fyrirtækinu leyfi til að meðhöndla kortaupplýsingar.

Rekstaraðilar verslana innan eshop.is munu gera allt í sínu valdi til þess að viðhalda réttum verðum í netverslunum sínum.
Þó gæti komið upp þær aðstæður að innsláttarvillur eða annað eigi sér stað og áskilja rekstaraðilar verlsana sér rétt til að endurgreiða vöru að fullu sé um prentmistök að ræða í netverslunum eshop.is.
Öll verð eru með vsk.
 
Að öðru leiti gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000.

Allir rekstraraðilar verslana innan eshop.is hafa samþykkt skilmála þessa og munu leitast við að halda þeim í heiðri.
Xodus ehf og eshop.is bera enga ábyrgð á seldum vörum eða þjónustu frá rekstraraðilum verslana innan eshop.is kerfisins.

Greiðslumöguleikar:
Hægt er að greiða fyrir vörur með greiðslukortum, Mastercard og VISA í flestum netverslunum eshop.is, einnig er möguleiki á millifærslum, póstkröfu og staðgreiðslu, vinsamlegast skoðið sértæka skilmála verslana.

Ábyrgðir:
Samkvæmt landslögum veita rekstraraðilar verslana eshop.is 2ja ára neytendaábyrgð á öllum þeim vörum sem seldar eru.
Flestar vörur eru með ábyrgð framleiðanda

Höfundarréttur:
Eshop.is er rétthafi af öllu því efni sem birt er í netverslunum eshop.is. 
Erlend vörumerki í verslunum eru í eigu viðkomandi erlends aðila.
Vörumerki eshop.is er í eigu Xodus ehf.

Frekari upplýsingar um skilmála sem og fyrirspurnir um rekstraraðila skal senda á upplysingar(hjá)eshop.is.
 
Rekstraraðili og eigandi eshop.is kerfisins er:
Xodus ehf.
Skútahraun 2
220 Hafnarfjörður
Kt. 590603-2360
Xodus ehf - Hlíðasmári 8 - 201 Kópavogur - Sími: 517-1780 - info(hja)xodus.is - Skilmálar